Bubbi hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar.
List fyrir alla og Bubbi Morthens taka höndum saman og bjóða unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er nýtt verkefni sem verður til að hans frumkvæði og er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum.
Hægt er að lesa greinina með því að smella hér.
Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum – það megi leika sér með það. Þátttakendum gefst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun. Afraksturinn verður opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.
Hér má lesa meira um Málæði á Listveitunni:
https://veita.listfyriralla.is/malaedi/