List fyrir alla er þátttakandi í MEED verkefninu sem er samstarf evrópskra stofnana sem sérhæfa sig í tónlistarmenntun. Þátttakendur eru 15 stofnanir frá 8 löndum. MEED var stofnað árið 2020 af Topophone og er fjármagnað af Evrópu (Erasmus+).
Það voru þau Sigurður Ingi Einarsson og Ingibjörg Fríða Helgadóttir sem heimsóttu vinnustofuna síðastliðinn nóvember. Í maí halda þrír tónlistarkennarar, þau Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, EInar Indra og Höskuldur Eiríksson til Viljandi í Eistlandi þar sem þemað er; skipti á kennslufræðilegum tækjum og hljóðfærum sem auðvelda tónlistarnám: frá hefðbundnum aðferðum til notkunar stafrænna aðferða.
Þema MEED: Inngilding barna og ungmenna í tónlistarkennslu og þátttöku í tónlist útfrá félags-, efnahags- og svæðisbundnum áskorunum.
Gefum Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga orðið;
Í nóvember 2024 var önnur ráðstefna á vegum MEED verkefnisins haldin í Toulouse í Frakklandi. Gestgjafarnir voru Topophone samtökin sem sinna tónlistarkennslu og miðlun til barna og ungmenna í svokölluðum “priority neighborhoods” í Occitanie héraði Frakklands. “Priority neighborhoods” eru skilgreind af ríkinu sem svæði sem þurfa sérstakan stuðning, t.d. þegar kemur að efnahags- og félagslegum aðstæðum barna og fjölskyldna. Ísland tók í fyrsta skipti þátt í MEED í gegnum List fyrir alla og vorum við íslensku þátttakendurnir í verkefninu.
Markmið fundarins voru:
Fundinn sótti stór hópur verkefnastjóra, listafólks og kennara frá 8 löndum og stóð hann yfir í 4 daga. Þá daga sóttum við fyrirlestra, masterklassa og hringborðsumræður um alls kyns viðfangsefni sem tengdust þemanu. Við fengum smá innsýn inn í aðstæðurnar í hverju landi fyrir sig sem voru mjög ólíkar og margir komnir langt í þróun verkefna sem ná til þessara svokölluðu “priority neighborhoods”. Áskoranirnar voru sannarlega ólíkar í þessum löndum og margir komnir mun lengra í þessari vinnu en aðrir.
Meðal áhugaverðra erinda, til að nefna einhver dæmi:
Við erum mjög þakklát fyrir þessa innsýn, sáum margar aðferðir og leiðir til að ná til ólíkra hópa sem getur nýst okkur í okkar vinnu sem listafólk og miðlarar tónlistar. Vinnustofurnar kveiktu bæði nýjar hugmyndir og gáfu hugmynd um hvert Ísland gæti stefnt í þessum málaflokki og hvaða aðferðir hafa nýst vel. Það var líka mjög gaman að kynnast fólki og mynda tengsl við aðra sem deila sömu ástríðu fyrir tónlistarmiðlun og við.