Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað í samráðshóp List fyrir alla.
Samráðshópinn skipa eftirtaldir fulltrúar.
Ingimar Ólafsson Waage fulltrúi KÍ – grunnskólakennari og myndlistarmaður,
Sigfríður Björnsdóttir fulltrúi SÍS – deildastjóri listgreina hjá skóla- og frístundasviði,
Vigdís Jakobsdóttir fulltrúi LHÍ – leikstjóri og aðjúnkt við Listkennsludeild LHÍ,
Hildur Steinþórsdóttir fulltrúi BÍL – kennari hönnunar og sjónlista, stundakennari við LHÍ og MíR.
Davíð Stefánsson fulltrúi BÍL – rithöfundur
Iva Sigrún Björnsdóttir fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis
Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir sérfræðingur barnamenningar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri List fyrir alla.
Hópurinn hittist tvisvar sinnum fyrir sumarfrí. Það voru líflegar umræður á fundunum og greinilegt að þessir aðilar hafa sterkar skoðanir á barnamenningu. List fyrir alla fagnar því að fá til liðs við sig öfluga og áhugasama einstaklinga og horfir með eftirvæntingu til vetrarstarfsins.