24. apríl 2017

Sigga Soffía og Jónas Sen sýna FUBAR

Dagana 24. og 25. apríl taka ungmenni á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði þátt í danssmiðju hjá Siggu Soffíu. Þegar allir hafa lært, spunnið og dansað halda allir í félagsheimilið á Patreksfirði þar sem listafólkið hefur komið sér fyrir og sjá þar frábæru sýninguna FUBAR.

List fyrir alla er stolt að því að geta boðið upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir ungmenni og hér er á ferðinni skemmtileg blanda þar sem börnin taka þátt í danssmiðju og sjá í kjölfarið faglega unna danssýningu með frábærum listamönnum. Sýningin FUBAR var frumsýnd í haust í Reykjavík en hefur dansað sig í gegnum mörg sveitafélög þannig að landsbyggðin fær nú notið.

Við þökkum grunnskólunum kærlega fyrir samstarfið sem vonandi er komið til að vera til framtíðar.