12. mars 2019

Sigrún Mary og Agnes Eyja taka þátt í enCORE classical í Berlín á vegum List fyrir alla

Þær Sigrún Mary McCormick og Agnes Eyja Gunnarsdóttir taka þátt í enCORE classical í Berlín á vegum List fyrir alla.

Á heimasíðu enCore segir um verkefnið;

enCore is open to young delegates (under 30) and are selected through JMI´s member organisation who are shaping the future of classical music in their countries.

List fyrir alla er aðili í YAM, Music for Young Audiences sem eru samtök inn JMI http://jmi.net/about og hlökkum við til að heyra meira frá þeim um verkefnið og hvort áhugi er fyrir þátttöku til framtíðar.

Gefum þeim stöllum orðið;

Við  erum komnar til Berlínar á Encore/new ways in classical music. Í gær voru umræður um hversu mikilvægt væri að halda áfram að miðla klassiskri tónlist í dag og hvernig væri hægt að gera það á nýjan hátt.

Í dag voru tveir mjög áhugaverðir frumkvöðlar með kynningu á sínu starfi. Annars vegar Steven Walter sem er stofnandi Podium Esslingen festival. Teymið hans leitar eftir nýjum leiðum til að miðla klassískri tónlist, t.d. með því að hafa tónleikarýmið óhefbundið, tilkynna ekki dagskrá tónleikanna eða blanda klassíku saman við annars konar tónlist (t.d. dubstep).
Annars vegar var það Juri de Marco sem stofnaði spunasinfóníuhljómsveitina STEGREIF. Við Sigrún vorum agndofa yfir þeirri kynningu! En þessi hljomsveit spilar án nótna, án hefðbundins tónleikafatnaðar, í óvenjulegum rýmum eða uppstillingum og án stjórnanda. Þau leika klassísk verk en bæta við þau spuna og breyta jafnvel stemmningunni með þvi að leika sér að rytmanum.

Með fylgir (léleg) mynd af okkur síðan á fyrirlestri og nokkrar af þeim pælingum sem þáttakendur hengdu uppá vegg í dag og verða ræddar seinnipartinn.