Námskeið fyrir grunnskólakennara, starfsfólk bókasafna
og frístundamiðstöðva um land allt
Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að vinna með og virkja börn á aldrinum 6-12 ára til að semja sögur, handrit eða lag og texta. Á námskeiðinu verður Söguverkefnið kynnt, ásamt fyrirlestrum æfingum og umræðum.
Námskeiðið er tvö skipti, 6. og 8. nóvember klukkan 14:30 í 45 mínútur í senn og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram á netinu.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.
Leiðbeinendur og listamenn:
Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu
Blær Guðmundsdóttir, barnabókahöfundur og myndhöfundur
Eva Rún Þorgeirsdóttur, rithöfundur og verkefnastjóri.
6. nóvember: Gunnar Helgason fjallar um mikilvægi þess að búa til sögur og skapa. Hann kynnir hvernig hægt er að hvetja börnin áfram í að nota og virkja ímyndunaraflið.
Ingibjörg segir frá fyrirkomulagi verkefnisins þátttökumöguleikum og verðlaunahátíðinni.
8. nóvember: Eva og Blær hafa mikla reynslu á ritsmiðjum með börnum.
Þær munu miðla úr verkfærakistu sinni góðum ráðum um hvernig hægt er
að virkja börn í sagnagerð.
Markmið: Að miðla aðferðum og leiðum til að virkja ímyndunarafl barnavið að semja sögur. Sýnum börnum hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra.