16. desember 2024

Svakalega lestrarkeppni skólanna

Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir, teiknari og rithöfundur, skipulögðu Svakalegu lestrarkeppnina en þær heimsóttu alla skóla á Reykjanesinu á vegum Listar fyrir alla með smiðjuna sína Svakalegar Sögur.
Samskonar keppnir voru einnig haldnar á Austurlandi og Suðurlandi.

Skólar á Reykjanesinu kepptu um hver gæti lesið flestar blaðsíður á einum mánuði, frá 16. okt til 16. nóv. 2024. Blaðsíðufjölda var deilt með fjölda nemenda til að hvetja sem flesta til að taka þátt.

Nemendur í Sandgerðisskóla lásu að meðaltali 375 blaðsíður á mann og sigruðu keppnina.
6. bekkur í Sandgerðisskóla setti algjört met þar sem 30 nemendur lásu 39,422 blaðsíður, eða 1314 bls á nemanda.

Hægt er að lesa um um keppnina í Tímariti Svakalegu sögusmiðjunnar sem allir skólarnir fengu sent. Bókabeitan, Forlagið, Angústúra og Salka gáfu bókaverðlaun fyrir skólann sem lenti í 1. sæti.

Þátttaka grunnskólanna á Reykjanesinu var framúrskarandi en alls voru lesnar 539,457 blaðsíður!