22. október 2024

Tónlistarnámskeið Sagna

Námskeiðið býður börnum að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Ingvars Alfreðssonar. Námskeiðið er þrjú skipti, klukkutíma í senn, kennt verður í litlum hópum í Borgarbókasafninu í Grófinni.
Kennt verður sunnudagana 9.  16. og 23. nóvember. 

Hópur 1: kl. 11:15-12:15
Hópur 2: kl. 12:15-13:15
Hópur 3: kl. 13:15-14:15

​Námskeiðslýsing:

  • 9. nóvember: Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu
  • 16. nóvember: Börnin vinna að tónlist sinni undir leiðsögn Ingvars
  • 23. nóvember: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna

    Ef plássin fyllast í fyrri hópum munum við bæta við þriðja hópnum svo við hvetjum foreldra til að skrá börnin sín á biðlista ef námskeiðið er fullbókað.
    Hægt er að skrá sig með því að smella hér.
     

Ingvar Alfreðsson er sjálfstætt starfandi tónlistamaður, píanóleikari, útsetjari og höfundur. Hann útskrifaðist úr frá Berklee College og Music í Boston, þar sem hann lauk námi í “Contemporary Writing and Production”- sem er blanda af úsetningum, upptökustjórn og lagasmíðum. Hann hefur víða komið við sem hljóðfæraleikari, bæði á sviði og í sjónvarpi og er til að mynda hljómsveitastjóri og útsetjari Fiskidagstónleikana á Dalvík, auk annarra stórtónleika. Hann kennir upptökustjórn og samspil Í MÍT og FÍH og starfar einnig sem meðleikari í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz. Þá stjórnar hann barna- og unglingakórum Vídalínskirkju sem og Gospelkór Jóns Vídalíns.

IngvarAlfredsson.jpg