YAMawards leitast við að styðja við nýjar leiðir sem hvetja og vekja áhuga ungs fólks og færa þau nær tónlistinni.
YAMsession er viðburður til að hvetja, tengja og tryggja að við búum til og bjóðum ungu áhorfendum upp á einstaka upplifun.
Tónlistarhópar eða listafólk sem vilja flytja tónlist fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri eru hvattir til að sækja um þennan alþjóðlega heiður.
YAM er á leið til Viljandi í Eistlandi dagana 15. – 17. september 2025!
YAM leitar að 6 til 8 kraftmiklum alþjóðlegum sýningum sem henta fyrir skólaferðir og leikhús með möguleikum að flytja atriðið alþjóðlega.
Af hverju að sækja um?
✔️ Listafólk fær tækifæri að koma fram fyrir framan alþjóðlega viðburðaskipuleggjendur
✔️ Fáðu tónlistina þína séða og bókaða af alþjóðlegum áhorfendum
✔️ Vertu hluti af öflugu samfélagi sem mótar framtíð tónlistar ungra áhorfenda.
Varðandi umsóknir:
Hvað hefur fólk sagt um YAM?
“Að vera hluti af YAMsession var frábær upplifun! Við fengum margar tónleikabeiðnir eftir YAM – fleiri en við gátu í raun spilað, það var mjög jákvætt. Ég get heilshugar mælt með YAMsession ! Það er frábær viðburður og frábærar sýningar og upplifun fyrir unga áhorfendur.“
Rune Þorsteinsson frá Body Rhythm Factory (Danmörku).
„Við áttum góðan tíma á YAMsession 2024 í Bodø með fullt af áhugaverðu fólki sem við kynntumst. Skipulagningin var frábær og einstök upplifun að börnin tóku þátt sem voru áhorfendndur á sýningunum.
Við erum líka þakklát fyrir frábæru viðbrögðin sem við fengum eftir sýninguna okkar!“
Karin Nakagawa frá Momonga (Svíþjóð).