Bál tímans – kveikjum ljós um miðaldahandritin Bókmenntir

Bál tímans – kveikjum ljós um miðaldahandritin

Markmið heimsóknarinnar er að kynna nemendur fyrir fjársjóðunum sem hefur fallið í skaut Íslendinga að varðveita: skinnhandritunum okkar gömlu. Nemendum er sagt hvað stendur í handritunum, hverjir skrifuðu þau, hvernig þau varðveittust og hvaða þýðingu þau hafa í samtímanum. Þeim eru sýndar myndir, sagðar sögur og sýndar eftirlíkingar af handritunum. Nemendum er sagt frá því hvaða rannsóknir eru stundaðar á handritunum í dag og þeim sýnt fram á það hversu ævintýralegt það er að handritin séu enn til, mörg hundruð árum eftir ritun þeirra. Heimsóknin er blanda af bókmenntakynningu og fræðsludagskrá, hugsuð til þess að kveikja áhuga og forvitni.
Dagskráin tekur 40 mínútur í flutningi og þurfa fyrirlesarar aðgang að skjávarpa+hljóðkerfi f. fjölda. Kjósi skólarnir að útvíkka heimsóknina er kjörið að nýta rafræna kennslustund sem er á vef verkefnisins Handritin til barnanna: https://hirslan.arnastofnun.is/handritin-til-barnanna.html

Upplýsingar
Hvað

Myndlist, bókagerðarlist, ritlist og hönnun sameinast í handritagerð miðalda.

Hvenær

21.- 25. mars 2022

Hvar

Snæfellsnes - Borgarfjörður

Hverjir

Arndís Þórarinsdóttir
Eva María Jónsdóttir

Aldurshópur

4. - 6. bekkur

Aðstaða og tækni

Skjávarpa og tjald