Vönduð dagskrá fyrir börn- og unglinga landsins á meðan hátíð stendur sem opnar augu þeirra fyrir töfrum kvikmyndanna og gefur þeim tækifæri á að sjá fjölbreyttar bíómyndir alls staðar úr heiminum.
Boðið er upp á stuttmyndir sem hæfa hverjum aldurshópi fyrir sig.
Hver myndaflokkur inniheldur 6-8 stuttmyndir. Einnig er sérstakt kennsluefni útbúið fyrir hvern flokk sem fylgir með fyrir kennara og leiðbeinendur til þess að styðjast við og nota í kennsluna. Myndirnar sem sýndar eru snerta á samfélagslegum málefnum og vekja þau til umhugsunar.
Ekki veitir þetta börnum og unglingum landsins því aðeins aðgang að einum stærsta menningarviðburði Reykjavíkur heldur stuðlar þetta líka að auknu kvikmyndalæsi og auðgar samfélagslega vitund þeirra.
Áhugasamir fulltrúar leik og grunnskóla er boðið að hafa samband á netfangið skolar@riff.is
Bíósýningar fyrir börn og unglinga 4-16 ára og fjölskyldur þeirra
September - desember 2021
Um land allt
RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Allur aldur