Pínulitla Mjallhvít Leiksýning

Pínulitla Mjallhvít

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum vel kunnur fyrir utandyra leiksýningar sínar á sumrin, en þau hafa ferðast með glænýja íslenska fjölskyldusöngleiki um allt land síðustu 15 ár. Fyrir nokkurm árum tók hópurinn einnig upp árlegt vetrarstarf þar sem þau endurgera sumarsýningarnar sínar 10 árum seinna og klæða í dásamlegan nýjan búning innandyra og heimsækja öll landshorn því bæði að sumri og vetri.

Lotta hefur ferðast um með atriði og sýningar af öllum stærðum og gerðum síðastliðin ár, atriði sem hentar vel við hvaða tækifæri sem er! Þau eru þekkt fyrir vandaðar sýningar, góðan boðskap, leik, söng, dans og gleði sem og húmor fyrir allan aldur.

Nánar má fræðast um Leikhópinn Lottu á heimasíðu þeirra. www.leikhopurinnlotta.is

Mjallhvít

Mjallhvít er frábær sýning fyrir grunnskóla. Um er að ræða skemmtilegt atriði unnið uppúr Mjallhvíti sem Leikhópurinn Lotta sýndi árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum. Hópurinn kemur með litla leikmynd á staðinn, hljóðkerfi og allt til alls. Auðvelt er að sýna sýninguna innandyra sem utan og aðlaga að aðstæðum á hverjum stað.

Upplýsingar
Hvað

Mjallhvít

Hvenær

Febrúar 2024

Hvar

Ölfus - Árborg - Flóahreppur - Bláskógarbyggð - Grímsnes - Reykholt - Flúðir - Árnes

Hverjir

Leikhópurinn Lotta
Andrea Ösp Karlsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Sigsteinn Sigurbergsson
Stefán Benedikt Vilhelmsson

Aldurshópur

1. - 3. bekkur

Aðstaða og tækni

Rafmagn. Hópurinn kemur með litla leikmynd á staðinn, hljóðkerfi og allt til alls. Svæði sem er ca 5 metrar á dýpt og 5-9 metrar á breidd. Það getur verið gólf, svið eða hvað sem er.