Nýjar norrænar hefðir – New Nordic rituals Listir

Nýjar norrænar hefðir – New Nordic rituals

NÝJAR NORRÆNAR HEFÐIR- NEW NORDIC RITUALS  er verkefni ,upprunnið frá Danmörku, sem byggt er á samspili ólíkra þátta innan listarinnar; Sirkus, gjörningalistar, tónlistar auk kvikmyndalistar.

Listasmiðjan, sem hér um ræðir er hluti af mun stærra listaverki sem kemur til með að flakka á milli landa og listviðburða, næstu ár. Vinnan byggir meðal annars á hugmyndum Bakhtins um karnival, þegar fólk breytir öllu atferli sínu og leggur niður reglur hversdagsins til að gleðjast og skemmta sér. Einskonar gluggi á milli lífs og listarinnar. Vinnusmiðjan fer fram sem einskonar \”shamanista-ritúal\” innblásin af fornum Norrænum hefðum.

Við vinnum með líkama, orð, röddina, spuna, pappír og skæri. Verk barnanna verða, líkt og áður sagði, hluti af mun stærra verki. -Eftir daginn verður þannig til ný-Norræn hefð, sköpuð af þátttakendum. Þá skoðum við gaumgæfilega hvað það sé eiginlega að vera \”skrítin(n)\” hvernig sjá megi alla persónulega sérstöðu sem styrk og hvernig megi fagna fjölbreytileikanum, leggja niður hömlur og leika sér, hver með sínu nefi.

nýjar norrænar hefðir

Heimasíða: http://www.guldtraktor.dk

Facebook-síða: https://www.facebook.com/nordicperformanceart

Instagram-síða: https://www.instagram.com/nordicperformanceart/

 

Upplýsingar
Hvað

Sirkus, gjörningalist, tónlist, kvikmyndalist.

Hvenær

8. - 10. október 2019

Hvar

Bíldudalur - Tálknafjörður - Patreksfjörður

Hverjir

María Lilja Þrastardóttir
Tine Louise Kortemand

Aldurshópur

Grunnskólaaldur - fyrirkomulag með hverjum skóla

Aðstaða og tækni

Gott rými. Efnaafgangar, pappír og annað efni til föndurs og nýta það sem fyrir er.