Skeyti til náttúrunnar Myndlist

Skeyti til náttúrunnar

Skeyti til náttúrunnar er listfræðsluverkefni sem byggir á Morse-kóða kerfinu og táknfræði tíbetsku bænafánanna og í kjölfarið munu nemendur búa til þeirra eigið táknkerfi til að skapa samtal við náttúruna út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Verkefnið er þróað af myndlistarmanninum Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í tengslum við sýningu sem hún og myndlistarmaðurinn Karlotta Blöndal munu opna í sýningarsal Skaftfells í september n.k. Þær eiga það sameiginlegt að vinna báðar með samband manns og náttúru og munu, fyrir sýninguna, vinna verk í tengslum við staðbundin menningarsöguleg viðfangsefni. Nemendur munu fá innsýn inn í gamla Morse-kóða samskiptaformið og í kjölfarið verður einnig kynnt fyrir þeim tíbetsku bænafánarnir sem eru notaðir til að blessa náttúru í nærumhverfi og eru þar með hluti af tilraun mannsins til að tala við náttúruna. Táknfræði bænafánanna er bundið við ákveðið litakerfi sem tengist öflum jarðar og á þá eru prentaðar bænir. Nemendur munu styðjast við kerfi Morse-kóðans og bænafánanna til að búa til sína eigin fána og koma áleiðis sínum skilaboðum til náttúrunnar.  Öllum grunnskólanemendum á miðstigi á Austurlandi verður boðin þátttaka og er áætlað að um 300 börn taki þátt í verkefninu þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið er svokallað farandverkefni og munu leiðbeinendurnir Anna Margrét Ólafsdóttir og Signý Jónsdóttir heimsækja alla grunnskóla á Austurlandi auk grunnskólana í Raufarhöfn, á Þórshöfn og í Öxarfirði. Verkefnið er hluti af BRAS.

Frekari upplýsingar um fræðslustarfsemi Skaftfells:
https://skaftfell.is/fraedhsla/thjonusta/
https://skaftfell.is/fraedsluverkefni-fyrir-grunnskola/

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir þróar verkefnið í tengslum við sýningu sína í Skaftfelli sem fyrirhugað er að opni 25. september á þessu ári. Anna Júlía (f. 1973) er myndlistarmaður starfandi í Reykjavík. Hún vinnur þvert á miðla og skoðar mengið á milli vísinda og menningar í verkum sem taka mið af samtíma og sögulegum málefnum. Hún lauk mastersgráðu frá Manchester School of Arts, Manchester Metropolitan University, 2004 og BA Fine Art (Hons) gráðu frá London Guildhall University 1998. Áður stundaði hún nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 199395. Anna Júlía starfaði sem verkefna og sýningarstjóri í i8 gallerí 20082015 og var meðstofnandi og ritstjóri myndlistartímaritsins Sjónauka sem var gefið út á árunum 20072009. Hún hefur tekiðþátt í fjölda samsýninga og haldið fjórar einkasýningar á Íslandi en hún var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg. Framundan eru sýningar í Listasafni Reykjavíkur, á Menningarsetrinu á Hrafnseyri og í Skaftfelli, Seyðisfirði.

Leiðbeinendur verkefnisins verða Anna Margrét Ólafsdóttir og Signý Jónsdóttir en þær munu heimsækja alla grunnskóla á Austurlandi auk grunnskólanna á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Öxarfirði:

Anna Margrét (f.1992) útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2019, en vorið 2018 var hún í skiptinámi við École Supérieure d’Art de La Réunion. Í verkum sínum skoðar Anna Margrét myndbirtingar neyslusamfélagsins með sjálfbærni aðleiðarljósi.
Anna Margrét starfaði sem aðstoðarkona Pilvi Takala í Helsinki 20192020 og vann að undirbúningi verks fyrir Feneyjartvíæringinn 2022. Nú starfar hún á leikskóla á Seyðisfirði og sér um listasmiðjur þar ásamt því að sinna eigin listsköpun og rekur til hliðar veisluþjónustuna AMO Crêpes.

Signý (f. 1996) útskrifaðist með B.A.gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið2019. Í verkum sínum varpar hún ljósi á uppbyggingu, nýtingu og sjálfbærni svæða meðþað að markmiði að virkja áhorfandann á tímum þar sem umbreytinga er þörf. Í útskriftarverki sínu tók Signý fyrir svartar sandauðnir á Íslandi, auðnir sem búa yfir sérstæðri náttúrufegurð en hafa fátt annað fram að færa. Verkefnið leiddi í ljós möguleika melgresis til uppgræðslu ógnandi auðna og afrakstur þess var innsetning þar sem gestum var boðið að taka með sér handfylli af melgresisfræjum. Markmiðið var aðefla trú fólks á eigin getu til þess að taka til hendinni við uppgræðslu landsins meðhandfylli af fræjum. Signý hefur tekið að sér margvísleg verkefni fyrir sveitarfélög víðs vegar á landinu viðþað að glæða vannýtt svæði lífi. Á meðal verkefna hafa verið viðburðir og uppbygging samkomustaðar á vörð við leikvöll og gufubað.

Upplýsingar
Hvað

Skeyti til náttúrunnar á vegum Skaftfells - myndlistarmiðstöð Austurlands

Hvenær

September 2021

Hvar

Múlþing - Fjarðarbyggð

Hverjir

Anna Margrét Ólafsdóttir
Signý Jónsdóttir

Aldurshópur

5. - 8. bekkur

Aðstaða og tækni

Hefðbundin kennslustofa með borðum og stólum. Skjávörpun og nettenging