Ævintýrið um Ferðafljóð Tónlistarleikhús

Ævintýrið um Ferðafljóð

Lítil stúlka vaknar upp í torfbænum sínum við undarlegt hljóð. Henni opnast leið inn í ævintýraheim og fer í háskalegt ferðalag á baki Fugls. Hún þarf að bjarga fólki í neyð vítt og breytt um heiminn. Hún kemst að því að hún hefur ofurkrafta sem er röddin hennar og leysir þrautir með röddina að vopni.  Alls kyns furðuverur koma við sögu svo sem illir álfkarlar, fenjadísir og fleiri fyrirbæri.
Tónlistin er blanda af þjóðlögum og þekktum sönglögum frá ýmsum löndum. Áhorfendur fara í spennandi ævintýraleiðangur með Ferðafljóði og Fugli og kynnast í leiðinni allskyns skemmtilegri tónlist.

Hér má finna frétt úr Fréttablaðinu.

Ævintýrið um Ferðaljóð Frétt

Upplýsingar
Hvað

Tónlistarleikhús

Hvenær

Febrúar/mars 2023

Hvar

Tónlistarskólinn í Garðabæ

Hverjir

Valgerður Guðnadóttir söngur og leikur
Sigurður Helgi Oddson píanó
Matthías Stefánsson fiðla og gítar.

Aldurshópur

1. - 3. bekkur

Aðstaða og tækni

Píanó