Skáld í skólum Ritlist

Skáld í skólum

Haustið 2017 draga 10 skáld frá Höfundamiðstöð RSÍ nemendur í grunnskólunum landsins með sér í puttaferðalag gegnum platorð og flækjusögur, leiðinlegar sögur, leiðinleg ljóð og skemmtilegar sögur og skemmtileg ljóð. Sum skáldin segja frá leyndarmálum úr dagbókum frá unglingsárunum, gæludýrum og ógeðslega víðum unglingafötum. Önnur skáld útskýra hvernig maður getur smíðað sér sinn eiginn heim og átt heima á hafsbotni, úti í geimi, í ævintýraveröld, hversdagslífinu eða á stað sem er hvergi til. Maður verður bara að átta sig á hvar er best að vera. Skáldin frá Höfundamiðstöðinni eru líka öll hálærðir sérfræðingar í hugmyndaveiðum. Það er nefnilega nauðsynlegt að kunna að veiða, verka, krydda og matreiða girnilegar hugmyndir ofan í sjálfan sig og gráðuga lesendur. Allt í kringum okkur eru hugmyndir á sveimi, hver sem er má fanga þær og stinga í pottinn sinn. Maður þarf ekkert veiðileyfi, bara réttu veiðarfærin!

Skáld í skólum 2017 – dagskrá

Heimasíða
https://rsi.is/hofundamidstod/skald-i-skolum/

Upplýsingar
Hvað

Bókmenntadagskrár, tónlistardagskrár og ritsmiðjur

Hvenær

16. október – 17. nóvember 2017

Hvar

Um land allt

Hverjir

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Atli Sigþórs/Kött Grá Pje
Davíð Stefánsson
Gunnar Theodór Eggertsson
Hildur Knútsdóttir
Huldar Breiðfjörð
Margrét Tryggvadóttir
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
Svavar Knútur
Þórdís Gísladóttir

Aldurshópur

1.- 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Hljóðkerfi með 2 hljóðnemum og tölva með skjávarpa