Dans fyrir alla Dans

Dans fyrir alla

Dans fyrir alla er heill dagur af dansfræðslu ævintýri fyrir 5. bekk. Fjórir atvinnu listkennarar og sviðslistarmenn bjóða nemendur velkomna í stúdíó Klassíska listdansskólans og leiðbeina þeim í gegnum vinnustöðvar þar sem þau fá að vinna að hugmyndavinnu, skapa dans- kóreógrafía, dansa, hitta danshöfund og æfa sig að ræða um dans.

Á hverri stöð eru börnin að rannsaka ákveðin viðfangsefni í gegnum dansformið og heyra frá mismunandi listamönnum og af verkum þeirra. Um leið eru börnin að rannsaka dansformið , hugsa um hvað dans má vera og eru virk og meðvitaðir þátttakendur í þróun listformsins.

Auk þess prufa börnin aðferðum til að tjá sína tilveru í formi listarinnar og æfa gagnrýnandi hugsun og jákvæðni sem sköpunarferlið felur í sér. Í vinnustofunum er sýnt líka dæmi um listir sprottið upp frá öðrum fræðigreinum svo sem stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, sögu o.s.frv.

Dans fyrir alla er samstarfsverkefni Dansgarðsins og Reykjavík Dance Festival.

Dagskráin byrjar kl. 9:00 og endar kl. 13:30 en kennarar geta óskað eftir aðlögun á dagskrá ef þörf er á. Nemendum eru skipt í fjóra hópa og fara í gengum fjórar stöðvar. Börninn koma með hádegismat og nesti með sér frá skólanum. Dans fyrir alla getur boðið að hámarki 50 börn velkomin í senn.

Upplýsingar
Hvað

Danssmiðja

Hvenær

8. 10. 15. 17. 22. 24. og 29. nóvember og 1. 6. 8. 13. og 15.desember 2017

Hvar

Í stúdio Klassíska listdansskólans, Grensásvegi 14.

Hverjir

Dansgarðurinn og Reykjavík Dance festival

Aldurshópur

5. bekkur

Aðstaða og tækni

Nemendur þurfa að koma sér í Dansgarðinn, stúdíó Klassíska Listdansskólans Grensásvegi 14.