Málæði 2025 Tónlist

Málæði 2025

Málæði hefur göngu sína á ný!

Málæði fer nú af stað öðru sinni. Unglingum landsins í 8. – 10. bekk er boðið að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru að tungumálið er okkar allra og það má leika sér með það. Í ár býðst þátttakendum að vinna með Birgittu Haukdal, Friðriki Dór, Unnsteini Manúel og Vigni Snæ.

Hægt er að taka þátt með tvennum hætti. Annars vegar semja íslenskan popplagatexta og hins vegar að semja lag og texta frá grunni og senda inn. Afraksturinn verður sýndur á RÚV í viku íslenskunnar þann 16. nóvember 2025.

Allar nánari upplýsingar um Málæði og innsendingaformið má finna á Listveitu Listar fyrir alla: https://veita.listfyriralla.is/title/malaedi-2025/

Upplýsingar
Hvað

Tónlistaráskorun

Hvenær

Haustið 2025

Hvar

Um land allt

Hverjir

Tónlistarfólk

Aldurshópur

8. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni