Óður og Flexa halda afmæli Dans

Óður og Flexa halda afmæli

Óður og Flexa eru engir venjulegir krakkar. Þau eru ofurhetjur sem nota ímyndunaraflið til þess að fljúga. Nú ætla þau að halda ofur skemmtilegt afmæli en getur verið að þau séu búin að tapa ímyndunaraflinu?

Allt í einu birtist þeim óvæntur afmælispakki sem er ekki allur þar sem hann er séður. Áður en þau vita af eru þau komin í ævintýralegt ferðalag með prumpuskrímslum, ósýnilegum geimverum og fljúgandi marglyttum. Þetta litríka ferðalag minnir þau á að ef við notum ímyndunaraflið þarf manni aldrei að leiðast.

Óður og Flexa halda afmæli er frumsamið barnaverk eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar. Sýningin er bráðskemmtileg fyrir börn á öllum aldri þar sem áhorfendur upplifa samspil tónlistar og dans á spennandi máta. Þetta er fyrsta frumsamda barnaverkefnið sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í heil 15 ár.
Sýningin var frumsýnd 30. janúar 2016 í Borgarleikhúsinu og hlaut einróma lof sýningagesta og gagnrýnenda. Óður og Flexa halda afmæli var í kjölfarið tilnefnd til Grímunnar 2016 sem Barnasýning ársins og höfundarnir sem Danshöfundar ársins.

 

Upplýsingar
Hvað

Íslenski dansflokkurinn, Óður og Flexa halda afmæli

Hvenær

7. desember

Hvar

Edinborgarhús, Ísafjörður

Hverjir

Hannes Þór Egilsson
Þyri Huld Árnadóttir
Cameron Corbett
Ellen Margrét Bæhrenz
Ásgeir Helgi Magnússon

Aldurshópur

1. - 4. bekkur

Aðstaða og tækni