Repüp Textílsmiðja Hönnun

Repüp Textílsmiðja

Repüp Textílsmiðja með Evu Ísleifs á BRAS

Repüp er fatamerki hannað af listakonunni Evu Ísleifs. Nafnið Repüp er innblásið af enska hugtakinu Re-Purpose, sem vísar til endurnýtingar og þess að gefa hlutum nýtt hlutverk. Merkið leggur áherslu á að hanna einstakar flíkur með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi.

Motto merkisins er: “Repüp champions sustainability and creativity in their clothes. Creating unique one-off items, concentrating on comfort and quirkiness.” sem þýðir: “Repüp stendur fyrir sjálfbærni og sköpun í fatnaði sínum. Þau skapa einstakar flíkur með áherslu á þægindi og sérkenni.”

https://www.instagram.com/_repup_/

https://www.facebook.com/profile.php?id=61556994176997

Um listakonuna Evu Ísleifs

Eva Ísleifs er íslensk listakona sem býr og starfar á Íslandi. Hún lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og MFA-gráðu í skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg árið 2010. Eva vinnur með fjölbreytta miðla, aðallega skúlptúr og þrívíð form. Verk hennar einkennast oft af húmorískri nálgun sem skapar spennu á milli vonar og vonleysis og vekur áleitnar spurningar um gildi og verðmæti í samfélaginu.

Verk Evu hafa verið sýnd víða á Íslandi og í Evrópu, meðal annars í einkasýningunni Jörðin er rúmið mitt í Kling & Bang (2022), HIC SVNT DRACONES í Gallerí Kverk (2022) og Getting out of Zola í MEME, Aþenu, Grikklandi (2022).

Skipulag textíl smiðjunnar

Krakkarnir fá kynningu á sjálfbærni í fatasköpun og hvað repup stendur fyrir, leiðarlýsingu á hvernig er hægt að breyta og bæta föt. Þau vinna síðan að því að búa sér til flík. Notast verður við saumavélar og málningu.

Lengd: 60 min

15 mín kynning á sjálfbærni í fatasköpun (þar sem ég verð með kynningu á myndvarpa eða sjónvarpi. Hugmyndasköpun. Hugrenningar í sambandi við endursköpun, endursniða föt – taka í sundur.

15 mín að sníða flíkur / vinna með það sem þau koma með og það sem ég er með. Sjá hvað er hægt að gera með þær.

30 mín að sauma / prenta á fatnað / mála

Tæki og tól

  • Tól og tæki: Saumavélar, Overlockvélar. (Kem sjálf með fjórar saumavélar, Pfaff ætlar að láta mig fá 2 vélar, svo á ég eina overlock og eina venjulega.)
  • Föt: Væri mjög flott að krakkarnir komi með föt sem þau vilja breyta, og að skólarnir safni smá efnum og fötum sem hægt er að vinna með. Ég mun einnig koma með.
  • Nálar, tvinna, teygjur, tölur, skæri.
  • Myndvarpi fyrir kynningu.
  • Aðstoð: er kennari / leiðbeinandi á svæðinu sem getur aðstoðað mig.

 

 

Upplýsingar
Hvað

textíll og hönnun

Hvenær

Haust 2025

Hvar

Austurland

Hverjir

Eva Ísleifs

Aldurshópur

8. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni