OK Listir

OK

OK er upplifunar þátttökuverkefni þar sem ungmennum gefst tækifæri til upplifa, skapa, fikta, lesa og miðla hvort sem þau kjósa að gera það í einrúmi eða í samvinnu við aðra.

Markmið OKsins eru:

  • Að skapa pláss í samráði með ungmennum í hverfinu þar sem þau fá skipulagsvaldið.
  • Að bjóða ungmennum upp á opið aðgengi að menningu og sköpun, bæði á skólatíma og í frístundum.
  • Að kynna stafrænar bókmenntir og gagnvirka tækni þar sem lögð er áhersla á umhverfismál.

OKið er opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 14.00 – 17.30. Fyrir hádegi  er boðið upp á leiðsagnir fyrir skólahópa þar sem unnið er með mismuandi þemu; umhverfismál, norræna goðafræði, tækni og tungumál.

Rýmið er unnið með innblæstri frá starfrænu skáldsögunni Norður eftirCamillu Hübbe og Rasmus Meisler.

OK er tilraunaverkefni Borgarbókasafnins og styrkt af Barnamenningarsjóði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Upplýsingar
Hvað

Listir

Hvenær

Vor 2020

Hvar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Hverjir

Borgarbókasafnið

Aldurshópur

6. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Gerðuberg