Allir skólar á landinu geta tekið þátt og keppa um það hver les mest á tímabilinu 15. september til 15. október.
Skólar skrá niður hversu lengi nemendur lesa og senda inn tölur í lok október. Skólinn sem les í flestar mínútur sigrar keppnina og hreppir titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins ásamt því að fá glæsileg bókaverðlaun. Að auki fær sá skóli sem les mest í sínum landshluta sérstaka viðurkenningu.
Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV.
Skráðu skólann til leiks með því að smella hér!
- Hér er hægt er að nálgast plakat í A3 til að prenta út og hengja upp í skólanum. Ef skólinn hefur ekki tök á að prenta út í A3 hafið þá samband á sogusmidjan@gmail.com og við sendum ykkur plakat.
- Hér er lestrarhefti til að skrá mínútur. Einnig má nota Læsiappið til að skrá mínútur.
Allar nánari upplýsingar má finna á Listveitu List fyrir alla https://veita.listfyriralla.is/title/lestrarkeppnin-2025/