Tréð Leiklist

Tréð

Einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab.

„Tré sem lifir við réttar aðstæður, er tré sem hefur góð áhrif á umhverfi sitt.“

Dag einn þegar Alex er að leik í garði sínum, kemur stór jarðskjálfti. Alex missir fjölskyldu sína og heimili sitt á augabragði. Það eina sem er eftir, er sítrónutré fjölskyldunnar. Hann tekur ákvörðun um að bjarga því litla sem hann á eftir og leggur því í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.

Leikstjórarnir Sara Martí (SmartíLab) og Agnes Wild (Miðnætti) taka nú höndum saman og töfra fram barnasýningu á nýstárlegan hátt. Með aðstoð vídjótækni og fagurra teikninga Elínar Elísabetar, sköpum við úrklippu-sýningu, þar sem leikararnir myndstýra verkinu fyrir framan áhorfendur. Lifandi tónlist semur og spilar Sóley.

Sýningin er 45 mínútur
Leikstjórar/höfundar: Sara Martí og Agnes Wild
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson og Elísabet Skagfjörð
Teiknari: Elín Elísabet Einarsdóttir
Tónlist og lifandi hljóðmynd: Sóley (Sóley Stefánsdóttir)
Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir
Hljóðmynd: Stefán Örn Gunnlaugsson
Lýsing og myndvinnsla: Ingi Bekk

www.smartilab.is

Upplýsingar
Hvað

LalaLab

Hvenær

16 - 20. nóvember

Hvar

Gaflaraleikhúsið

Hverjir

Kjartan Darri Kristjánsson leikari
Elísabet Skagfjörð leikari
Sóley Stefánsdóttir tónlistarmaður

Aldurshópur

1. - 3. bekkur

Aðstaða og tækni