Skugginn er sígilt ævintýri eftir H.C. Andersen frá árinu 1847 og birtist hér í nýstárlegri túlkun með nýjum íslenskum texta.
Í veröld þar sem allt er umvafið af samfélagsmiðlum, er mikilvægt að styrkja meðvitund barna um hver maður er í raunveruleikanum!
Nýskrifuð klassísk samtímatónlist kallast á við þéttan hrynjanda raftónlistar frá fartölvu og samspil vídeó, texta og hreyfinga.
Ensemble Contemporánea, Live Electronics Denmark, hafa þróað sýningu ætlaða skólabörnum. Með endurtúlkun á sígildu ævintýri H.C. Andersen um skuggann sem tekur yfir líf herra síns, beinist athyglin að sjálfinu í nútíma heimi samfélagasmiðla og veraldaravefsins. Verkið er einleikur sem hverfist um aðalpersónu sögunnar, skugga hans og prinsessu, sem með ómum klarínettu og bassaklarínettu verða umvafin rafmiðlum.
Flytjandi og klarínettur: Fritz Gerhard Berthelsen
Tónlist og rafhljóð: Ejnar Kanding
Endursögn og myndvinnsla: Niels Mikkelsen
Leikstjórn og sviðsmynd: Mia Theil Have
Þýðandi og þulur: Hugi Guðmundsson (stuðst að hluta til við íslenska þýðingu Steingríms Thorsteinssonar)
Sýningar fara fram í grunnskólum Reykjavíkur 11. 12. 13. 14. september 2018
(ath: það tekur 90 mín að setja upp og 60 mín að taka niður sýningu.
Það er hægt að hafa 2-3 sýningar á dag og heimsækja 1-2 grunnskóla.
Lengd sýningar er 45 mín.)
Contemporànea, Live Electronics Denmark www.contemporanea.dk
Tónlistarævintýri
11. 12. 13. 14. september 2018
Grunnskólar í Reykjavík
Fritz Gerhard Berthelsen - Contemporánea
Allur aldur
Sæmilega myrkvað rými fyrir tjald og skjávarpa. Hljóðkerfi (bassabox og tveir hátalarar)