DÓMUR VÖLVUNNAR er barna og ungmennaópera eftir Huga Guðmundsson
Dómur völvunnar er saga af Ragnarökum og endurupprisu, saga af græðgi og umbrotum.
Veröldin stendur á barmi heimsendis og mannfólkið ákallar Völvuna í von um hjálp. En Völvan er ekki fædd í gær. Hún hefur séð þetta allt áður og er orðin hundleið á vitlausum manneskjum sem endurtaka mistök forfeðranna æ ofan í æ. Því ekki að hætta að streitast á móti og gefa sig á vald Ragnarökum? En nei, BARNIÐ er með aðra áætlun og fleiri spil á hendi.
Dómur Völvunnar er norræn sagnaópera sem fjallar í kjarnann um framtíðarangist og framtíðarvon. Hún fjallar um stöðu jarðarinnar og möguleika á að nýta hinn mikla framkvæmdakraft og þá samkennd sem býr í mannskepnunni til að knýja fram jákvæðar breytingar.
Lengd 50 mín.
Óperan verður flutt á dönsku en íslenskur söngsögumaður mun miðla söguþræði til áhorfenda.
Skráning: info@nordichouse.is
Kynningarmyndband úr Dómur völvunnar.
Námsefni um Dóm Völvunnar á dönsku
Ópera
Norræna húsið, 20. og 21. september 2018, kl. 9.30 og 11.00
Norræna húsið
Ingeborg Fangel Mo
Durita Dahl Andreassen
Anne Hytta
Hanna Englund
Matias Seibæk
5. - 8. bekkur