Barnabókaflóðið verður opið til 30. apríl 2019 og boðið er upp á leiðsögn um sýninguna með skemmtilegum verkefnum fyrir 1.-5. bekk grunnskóla og elsta árgang leikskóla. Leiðsögnin tekur um eina og hálfa klukkustund. Starfsmaður Norræna hússins sér um leiðsögnina, en mikilvægt er að kennarar fylgi hópum allan tímann.
Áhugasamir geta pantað leiðsögn með því að senda tölvupóst á telma@nordichouse.is.
Barnabókaflóðið er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á grunnskólaaldri sem býður upp á ferðalag um furðuheim barnabókmenntanna.
Heimur barnabóka hefur margt spennandi fram að færa. Yndislestur getur m.a. flutt lesendur á nýjar slóðir, virkjað ímyndunaraflið, bætt orðaforða og stuðlað að aukinni víðsýni og samkennd.
Lestur er lykillinn að lærdómi en það getur verið árangursríkt að ýta undir lestraráhuga barna í gegnum leik og sköpunargleði.
Ævintýralegt ferðalag um heim barnabókmenntanna
desember 2018 - 30.apríl 2019
Norræna húsið - neðri hæð
Norræna húsið
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
1.-5. bekkur
Norræna húsið