Manndýr Leiklist

Manndýr

Manndýr er þáttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna.

Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp.

Þegar maður hugsar út í það, þá er maður bara til af því að maður er til…

Eða til, til að gefa dýrunum?

Til… til að fjölga ormunum?

Eða erum við til fyrir heiminn?

En aftur á móti, þá endist jörðin ekki að eilífu, þannig að ef maður hugsar úti það, þá getur maður ekki bara haldið áfram að fæðast, fæðast og fæðast…

Af hverju er maðurinn til? Af hverju er barn til? Hvað gera þau og til hvers?

Sýningin er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Í hljóðmyndinni fléttast samræður barnanna við nýja tónlist eftir Borko. Í rýminu er manndýr að tengja saman þræði úr aldalangri sögu sinni á ný.

Í Manndýr er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Við gefum okkur tíma til að spyrja spurninga sem fá svör eru við og dvelja í heimi þar sem börn segja alla söguna.

Hér má sjá brot úr sýningunni Manndýr:

Styrktaraðilar:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Styrkur fyrir atvinnuleikhópa, Listamannalaun, Vorátak atvinnuleikhópa & Barnamenningarsjóður.

Vefsiða:
www.audebusson.cargo.site

Sviðshöfundur, listrænn stjórnandi & flytjandi: Aude Busson

Leikmynda- og búningahönnuður & sviðshöfundur: Sigriður Sunna Reynisdóttir
Tónlist & hljóðmynd: Björn Kristjánsson
Heimspeki leiðbeinandi: Marion Herrera
Leikmyndagerð: Steinunn Marta Önnudóttir
Búningagerð : Ólöf Ágústína Stefánsdóttr
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson
Framkvæmdastjórar: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir & Renaud Durville
Raddir barnanna: Nemendur í Landakotsskóla

Upplýsingar
Hvað

Manndýr

Hvenær

15. febrúar Flóaskóli, 16.febrúar Kerhólaskóli, 3. mars Þorlákshöfn, 4. mars Flúðum

Hvar

Suðurland

Hverjir

Aude Busson

Aldurshópur

1. - 2. bekkur

Aðstaða og tækni

Rými sem hægt er að myrkva aðeins. 9*10 metrar án súlur