Allra veðra von Sviðslistir

Allra veðra von

Allra veðra von er nýsirkussýning sem sýnd er utandyra, þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum, en með nútíma tækni, bílum, húsnæðiskosti og samfélagsgerð hefur veðrið hætt að hafa eins bein áhrif á líf okkar. Gjörvöll menning Íslendinga er þó gegnsýrð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis og núverandi framtíðarsýn krefst þess að við horfumst í augu við veðrið og þau tengsl sem við höfum við það.

Allra veðra von er óður til náttúrunnar og ákall til okkar allra um að sættast við, virða og styrkja samband okkar við hana. Tungumál sirkuslistarinnar er myndrænt og hrífandi form sem nær til áhorfanda á breiðum aldri, óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri í þessari skemmtilegu sirkussýningu sem ætluð er 5 ára og eldri.

Upplýsingar
Hvað

Allra veðra von - sirkus

Hvenær

3. - 4. mai 2022 - Skunaskrall

Hvar

Norðvesturland

Hverjir

Hringleikur og Miðnætti leikhús

Aldurshópur

1.- 10.bekkur

Aðstaða og tækni