Stafrænar styttur Myndlist/sjónlistir

Stafrænar styttur

Listasafn Einars Jónssonar og verkfræðistofan EFLA sameinast um stafrænt aðgengi að tíu þrívíðum styttum fyrsta myndhöggvara Íslands með því að myndmæla þær á þann hátt að kennarar geti boðið nemendum sínum að skoða þær í tölvu og/eða snjalltæki.
Stutt hljóðleiðsögn fylgir hverri styttu fyrir sig sem miðar að því að vekja forvitni nemenda um listaverkin. Í kjölfar þessa stafræna viðburðar geta kennarar bókað sérfræðing safnsins í heimsókn í skólastofuna eða komið í stafræna heimsókn í safnið til að kynnast verkunum enn betur og eiga í samtali á forsendum nemenda. Hvað vekur athygli þeirra, hvað langar þau að vita um safnið, listaverkin, hugmyndirnar sem er að finna í listaverkunum?

Tæknileg framkvæmd: Myndmæling – ljósmyndun/laser skann. 30-60 mínútur á hverja styttu. Úrvinnsla myndmælingagagna – „alignment“ ljósmynda og stýripunkta. Forrit sér um að búa til þrívítt punktaský/-yfirborð. Síðan þarf að leysa álitamál. 60-180 mínútur á hverja styttu. Fínpússning þrívíddarmódel og áferða – Módelin koma út í ca 40 milljón þríhyrningum (polygonum) og þarf að minnka þau niður í ca 500 þúsund þríhyrninga. Áferðir (texture) bæta oft upp fyrir færri þríhyrninga. Því er mikilvægt að áferðir líti sem best út. 180-240 klukkustundir á hverja styttu. Upplýsingaöflun – sérfræðingar Listasafns Einars Jónssonar taka saman upplýsingar fyrir stutta hljóðleiðsögn og búa til kynningarmyndbönd. Hljóðupptaka – leiklestur á upplýsingum úr upplýsingaöflunarskrefi. 30-60 mínútur á hverja styttu.

Nánari upplýsingar um Stafrænar styttur munu birtast síðar.

Upplýsingar
Hvað

Myndlist/sjónlistir - hönnun/arkitektúr

Hvenær

2021-2022

Hvar

Á Listveitu List fyrir alla og heimasíðu Listasafn EInars Jónssonar

Hverjir

Listasafn Einars Jónssonar

Aldurshópur

Allur aldur

Aðstaða og tækni

Skjávörpun, nettenging, spjaldtölvur og/eða aðgengi að tölvum.