Listalestin Listasmiðjur

Listalestin

Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.

Hér má sjá umfjöllun um Listalestin frá því hún var á Egilsstöðum haustið 2018:

Listalest LHÍ samanstendur af hópi listkennslunema og hefur sá hópur stækkað og dafnað síðustu ár.

Listalest LHÍ mun verða á Suðurlandi  16. og 17. apríl 2024 til að halda átta þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir unglinga í 8. 9. og 10. bekk í Grunskólunum:  Hvolskóla- Kirkjubæjaskóla – Víkurskóla – Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla þar sem áhersla verður lögð á samruna listgreina.

Verkefnið kemur til með að mótast og þróast í samstarfi við listgreinakennara sem og aðra kennara í viðkomandi skólum og munu nemendur listkennsludeildar vinna í samstarfi við þá.

Verkefnið kemur til með að mótast og þróast í samstarfi við listgreinakennara sem og aðra kennara í viðkomandi skólum og munu nemendur listkennsludeildar vinna í samstarfi við þá.

Afurðir vinnusmiðjanna verða svo verða settar upp sem listasýningar undir leiðsögn sýningarstjórans Tinnu Guðmundsdóttur

 

Upplýsingar
Hvað

Listalest LHÍ

Hvenær

16. - 17. apríl 2024

Hvar

Hella, Hvolsvöllur, Laugaland, Vík og Kirkjubæjarklaustur.

Hverjir

Listamenn LHÍ - Listgreinakennarar

Aldurshópur

8.-10. bekkur

Aðstaða og tækni

Efnisveita