Gísli Súrsson Leikrit

Gísli Súrsson

Verðlaunaleikrit sem notið hefur fádæma vinsælda um land allt.

Gísli Súrsson er eitt mest sýnda leikrit þjóðarinnar hefur verið sýnt nærri 350 sinnum bæði hér heima og erlendis. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og gjörast brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger.

Lengd sýningar: 55 mín

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Jón Stefán Kristjánsson
Leikmynd, búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir, Alda Veigar Sigurðardóttir, Jón Stefán Kristjánsson
Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson

Upplýsingar
Hvað

Hressilegt og fræðandi Íslendingasagnaleikhús

Hvenær

1., - 2. nóvember 2021

Hvar

Akranes

Hverjir

Kómedíuleikhúsið
Elfar Logi Hannesson
Marsibil G. Kristjánsdóttir

Aldurshópur

7. – 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Leiksvið og áhorfendarými