Sögur af nautum Tónlistarsaga

Sögur af nautum

Miðnætti leikhús kynnir:

Sögur af nautum er tónlistar/leiklistar bræðingur þar sem sagðar eru sögur af spænska nautinu Ferdinand og íslenska nautinu sem pissaði á eldinn í sögunni um Búkollu. Sagan af Ferdinand er sögð í gegnum tónsmíð Alan Ridout fyrir fiðlu og sögumann/leikara. Þar fær fiðluleikarinn heldur betur að spreyta sig á flóknum spænskum rythmum og fingraleikfimi og leikarinn bregður sér í hlutverk hins huglausa Ferdinands sem vill ekki vera í nautaati, heldur bara lykta af fallegum blómum og leggja sig í sólinni.

Hin sagan er af nautinu sem pissaði á eldinn í sögunni um Búkollu, en það var enginn annar en Gufunesbolinn. Bolinn er ekki sáttur með þessa útgáfu af Búkollu sem allir þekkja og telur sig vera hina sönnu hetju í sögunni.

Í verkinu koma ýmis hljóðfæri við sögu, fiðla, gítar, trompet og slagverk og tekur sýningin eina kennslustund eða um 30 – 40 mínútur.

Upplýsingar
Hvað

Tónlistarævintýri

Hvenær

14.mars - Hveragerði og Stokkseyri, 15.mars - Laugarvatn og Selfoss, 28.mars - Þorlákshöfn og Mosfellsbær, 4.apríl - Mosfellsbær

Hvar

Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki, Selfoss, Mosfellsbær

Hverjir

SIgrún Harðardóttir tónlist
Agnes Wild leiklist

Aldurshópur

1. - 5. bekkur

Aðstaða og tækni

Aðstaða fyrir listafólk og rými fyrir áhorfendur