Sögur af nautum Tónlistarsaga

Sögur af nautum

Miðnætti leikhús kynnir:

Sögur af nautum er tónlistar/leiklistar bræðingur þar sem sagðar eru sögur af spænska nautinu Ferdinand og íslenska nautinu sem pissaði á vatnið í sögunni um Búkollu. Sagan af Ferdinand er sögð í gegnum tónsmíð Alan Ridout fyrir fiðlu og sögumann/leikara. Þar fær fiðluleikarinn heldur betur að spreyta sig á flóknum spænskum rythmum og fingraleikfimi og leikarinn bregður sér í hlutverk hins huglausa Ferdinands sem vill ekki vera í nautaati, heldur bara lykta af fallegum blómum og leggja sig í sólinni.

Hin sagan er af nautinu sem pissaði á vatnið í sögunni um Búkollu, en það var enginn annar en Gufunesbolinn. Bolinn er ekki sáttur með þessa útgáfu af Búkollu sem allir þekkja og telur sig vera hina sönnu hetju í sögunni.

Í verkinu koma ýmis hljóðfæri við sögu, m.a. gítar, trompet og slagverk.

Upplýsingar
Hvað

Tónlistarævintýri

Hvenær

Vorönn 2019 Suðurland

Hvar

Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki

Hverjir

SIgrún Harðardóttir tónlist
Agnes Wild leiklist

Aldurshópur

1. - 5. bekkur

Aðstaða og tækni

Aðstaða fyrir listafólk og rými fyrir áhorfendur

d