Sögur af draugnum Reyra Tónlistarleikhús

Sögur af draugnum Reyra

Draugurinn Reyri fer með áhorfendum á vit löngu látinna tónskálda og kynnir þau fyrir tónlist þeirra. Hann ásamt blásarakvintettinum Norð-austan leiða þetta tónlistarleikhús  sem er í senn ógnvekjandi en einnig ótrúlega fyndið og skemmtilegt.

Tónlist og leiklist tvinnast hér saman með skýrum hætti. Efnið er sett fram á leikrænan máta, með sögumanni. Allir þátttakendur (hljóðfæraleikarar og söngvari eru í hlutverkum). Viðfangsefnið er hins vegar tónlist. Draugurinn ferðast til baka í tímann og kemst í kynni við löngu látin tónskáld og fær að heyra tónlist þeirra. Myndlist kemur líka við sögu þar sem myndefni verður varpað á skjávarpa.

Draugurinn Reyri: Margrét Sverrisdóttir.

Blásarakvintettinn Norð-austan:

Flauta: Hildur Þórðardóttir
Óbó: Gillian Haworth
Klarinett: Vigdís Klara Aradóttir
Fagott: Dagbjört Ingólfsdóttir
Horn: Ella Vala Ármannsdóttir

Höfundur: Pamela de Sensi
Leikstjórn: Vala Fannell

Samstarfsaðilar:

MAK
List fyrir Alla
Sóknaráætlun Norðurlands Eystra
Barnamenningarsjóður

www.danielstarrason.com

www.danielstarrason.com

www.danielstarrason.com

 
 
Upplýsingar
Hvað

Sögur af draugnum Reyra - Tónlistarleikhús með hrekkjavökuþema

Hvenær

7. - 8. nóvember 2022 kl. 9.00 og 10.30

Hvar

Hof

Hverjir

Tónlistarfélag Akureyrar - Töfrahurð - MAK

Aldurshópur

2.-4. bekkur

Aðstaða og tækni

MAK