Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur skólatónleika fyrir nemendur í öllum 14 grunnskólum Árnes- og Rangárvallasýslum dagana 23. og 25. September.
Meginverk tónleikanna er tónlistarævintýrið Pétur og úlfurinn eftir P. I. Tjækofskí.
Óhætt er að segja að Pétur og úlfurinn sé þekktasta verk tónbókmenntanna sem samið hefur verið fyrir unga áheyrendur.
Auk þess að vera snilldarlega samið tónverk við ævintýri fyrir börn er það um leið ein besta kynning á hljóðfærum sinfónískrar hljómsveitar sem um getur.
Einnig flytur hljómsveitin þekkt lög í útsetningum Guðmundur Óla og tónleikunum líkur með því að börnin syngja lag sem þau hafa æft með tónmenntakennurum sínum við undirleik hljómsveitarinnar.
Skólatóleikar
23. og 25. september
Þorlákskirkja, Stekkjaskóli, Grunnskólinn Hveragerði, Safnaðarheimili Oddakirkju, Hvolsskóli og Aratunga.
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
Sögumaður: Felix Bergsson
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson
1. - 4. bekkur