Bíó Paradís Kvikmyndir

Bíó Paradís

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2024

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík og Bíó Paradís bjóða skólasýningar á verðlauna myndum fyrir börn- og unglinga til allra grunnskóla á landsbyggðinni í samstarfi við List fyrir alla.Kvikmyndunum fylgir rafrænt kennsluefni eftir kvikmyndafræðinginn Oddnýju Sen sem séð hefur um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís um árabil.

Myndirnar verða aðgengilegar á Heimabíó Paradís, ásamt hlekk á rafrænt kennsluefni frá 26. október – 3. nóvember 2024. 

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á netfangið lisa@bioparadis.is Vinsamlega gefið upp nafn og netfang kennara, auk fjölda og aldur barnanna. Skráningar skulu berast fyrir lok dags mánudaginn 21. október.

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð fer fram dagana 26. október – 3. nóvember næstkomandi í Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á alþjóðlegar verðlaunamyndir, spennandi námskeið og töfraveröld kvikmyndanna fyrir börn og ungmenni á öllum aldri.

Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Vefsíða: http://bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2024/

Kvikmyndir:

1.- 4.bekkur  – ERNEST OG CELESTÍNA

(2012 / 80 mín / Frakkland / íslenskt talsetning)

Kvikmynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestínu og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims en hún er byggð á barnabókaseríu eftir teiknarann og höfundinn Gabrielle Vincent. Kvikmyndin er talsett á íslensku og er fyrir alla aldurshópa.

5.-7. bekkur – VÉLMENNADRAUMAR

(2023 / 102 mín / Frakkland, Spánn / ekkert tal)

Hundur býr í New York og er einmana. Einn daginn ákveður hann að smíða sér vin, Vélmennið. Óður til New York á níunda áratugnum, bráðfyndin kvikmynd fyrir bæði börn og fullorðna!Myndin er án tals og var valin besta teiknimyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2023.

5.-7. bekkur – DANSDROTTNINGIN

(2023 / 92 mín / Noregur / íslenskur texti)

Mina er 12 ára. Henni bregður í brún þegar frægur götudansari byrjar í skólanum hennar. Hún ákveður í kjölfarið að taka þátt í áheyrnaprufum fyrir danshóp til þess að ganga í augun á nýja stráknum. Eina vandamálið er að hún kann ekki að dansa!

8.-10.bekkur – GIRL PICTURE 

(2022 / 97 mín / Finnland / íslenskur texti)

Þrjár ungar stúlkur lifa af skammdegið í Finnlandi. Rönkkö og Mimmi vinna á djúsbar í verslunarmiðstöð. Einn daginn kynnast þær Emmu, skautadrottningu sem hristir upp í tilveru vinkvennana, þar sem allt breytist þegar ástin er annars vegar.

 

Upplýsingar
Hvað

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Hvenær

30. október - 1. nóvember 2024

Hvar

Allt landið

Hverjir

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík
List fyrir Alla og Kvikmyndamiðstöð Íslands

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Hlekkur á kvikmyndir og rafrænt kennsluefni.