Dómur völvunnar Ópera

Dómur völvunnar

DÓMUR VÖLVUNNAR er barna og ungmennaópera eftir Huga Guðmundsson

Dómur völvunnar er saga af Ragnarökum og endurupprisu, saga af græðgi og umbrotum.

Veröldin stendur á barmi heimsendis og mannfólkið ákallar Völvuna í von um hjálp. En Völvan er ekki fædd í gær. Hún hefur séð þetta allt áður og er orðin hundleið á vitlausum manneskjum sem endurtaka mistök forfeðranna æ ofan í æ. Því ekki að hætta að streitast á móti og gefa sig á vald Ragnarökum? En nei, BARNIÐ er með aðra áætlun og fleiri spil á hendi.

Dómur Völvunnar er norræn sagnaópera sem fjallar í kjarnann um framtíðarangist og framtíðarvon. Hún fjallar um stöðu jarðarinnar og möguleika á að nýta hinn mikla framkvæmdakraft og þá samkennd sem býr í mannskepnunni til að knýja fram jákvæðar breytingar.

Lengd 50 mín.

Óperan verður flutt á dönsku en íslenskur söngsögumaður mun miðla söguþræði til áhorfenda.

Skráning: info@nordichouse.is

Kynningarmyndband úr Dómur völvunnar.

Dómur völvunnar bæklingur

Námsefni um Dóm Völvunnar á dönsku

 

 

Upplýsingar
Hvað

Ópera

Hvenær

Norræna húsið, 20. og 21. september 2018, kl. 9.30 og 11.00

Hvar

Norræna húsið

Hverjir

Ingeborg Fangel Mo
Durita Dahl Andreassen
Anne Hytta
Hanna Englund
Matias Seibæk

Aldurshópur

5. - 8. bekkur

Aðstaða og tækni