RIFF bíóbíllinn Kvikmyndir

RIFF bíóbíllinn

Bíóbíllinn fer hringinn í kringum landið og færir börnum og fjölskyldum þeirra gæða kvikmyndir samhliða Barnadagskrá RIFF. Á daginn eru sýndar stuttmyndir fyrir börnin úr hverjum dagskráflokki fyrir sig og á kvöldin er haldið bílabíó þar sem sýndar eru fjölskylduvænar kvikmyndir. Bílabíóið er skemmtileg kvikmynda upplifun fyrir alla fjölskylduna og veitir fólki um allt land tækifæri á að sjá alþjóðlegar kvikmyndir í öðruvísi umhverfi.

Hlustaðu eftir bíóbílnum þegar hann kemur í bæjarfélagið þitt og gríptu tækifærið til að sjá fræðandi og áhugaverðar kvikmyndir með skólafélögum og eða fjölskyldunni.

Nánari upplýsingar fást með að senda póst á netfangið skolar@riff.is

Upplýsingar
Hvað

Bíósýningar fyrir börn og unglinga 4-16 ára

Hvenær

September - oktober 2021

Hvar

Um land allt

Hverjir

RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Aldurshópur

Allur aldur

Aðstaða og tækni