Fiðurfé og fleiri furðuverur er tónlistardagskrá með leikrænu ívafi flutt af þríeykinu Tríópa þar sem börnin fá að kynnast m.a hinum hugprúða Haraldi kjúklingi, skrímslinu undir rúmi sem tekur til í leiðinni, froski bankaræningja og þykka hornum græna sem má nota sem rennibraut. Við skyggnumst einnig inn í ævintýraveröld í búðinni hans Mústafa og komumst að því að sumt er einfaldlega bara vont eða gott!
Flutt verður ljóðaflokkur eftir Gunnstein Ólafsson “Búðin hans Mústafa” við ljóð Jakobs Martin Striid úr ljóðabókinni Í búðinni hans Mústafa í íslenskri þýðingu Friðriks H.Ólafssonar; Froskur bankaræningi, Hræðilegur óvættur, Þykki horinn græni, Í djúpi hafsins og Í búðinni hans Mústafa.
3 dúettar verða fluttir eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, öll við ljóð Davíðs Þórs Jónssonar úr ljóðabókinni Vísur fyrir vonda krakka; Haraldur kjúklingur, Skrýmslið og Vísan um heilbrigðu hjónin.
6 lög verða flutt eftir Tryggva M. Baldvinsson úr ljóðaflokknum Heimskringlu eftir Þórarinn Eldjárn; Heimskringla, Hvar ertu?, Fingurbjörg, Völuspá, Vont og gott og dúettinn Grýla og Leppalúði.
Ýmsir leikmunir verða með í för í ævintýrakistu eins og þvottahanski, plastsverð, nefhringur, grænt slím (hor) og eldspýtustokkur til að gera flutninginn meira lifandi.
Tríópa hefur starfað saman um árabil. Þau hafa flutt mismundandi dagskrár sérstaklega fyrir börn víða um land, nú síðast á hátíðinni Myrkum Músíkdögum í janúar síðastliðnum þar sem hátíðin var sérstaklega tileinkuð börnum undir nafninu Myrkrabörn.
Fiðurfé og fleiri furðuverur
10. - 12. nóvember, kl. 9.00 kl. 10.00 kl. 11.00
Garðabær
TríóPa
1.-4. bekkur