Heimferð – Moetivi Caravan Brúðusýning-brúðugerð

Heimferð – Moetivi Caravan

Hvaða þýðingu hefur heimili fyrir þig? Hvað tækirðu með þér ef þú þyrftir að fara með stuttum fyrirvara? Hvert fara minningar þegar þú hefur engan stað til að geyma þær? Hvar búa húsflugur ef það er ekkert hús til að búa í?

Heimferð er einstök örleikhúsupplifun sem er innblásin af slóveskum þjóðsögum og frásögnum frá fyrstu hendi . Þessi heillandi sýning fyrir alla aldusrhópa notar tónlistar-, leikhúss- og brúðuleikhústækni til að skoða hugmyndina um heimilið og hvernig upplifun okkar breytist við óviljugt ferðalag eða hættuástand.

Áhorfendur eru boðnir velkomnir inn á heimili þriggja óvenjulegra persóna sem leiðbeina okkur á þegar við skyggnumst inn í litla heima, einkalíf og skoðum þúsund örsmá augnablik sem færa okkur aftur heim.

Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og eini atvinnuleikhópurinn á Norðvesturlandi. Handbendi hefur staðið fyrir verkefnum í nærsamfélaginu og heldur einnig alþjóðlega brúðuleikhúshátíð á Hvammstanga. Í verkinu Heimferð starfar hópurinn með tékknesku og norsku listafólki. Leikhópurinn er nýjasti handhafi Eyrarrósarinnar.

Sýningin er ríflega 30 mínútur að lengd.

Upplýsingar
Hvað

Handebendi

Hvenær

Október 2022

Hvar

Norðvesturland

Hverjir

Sigurður Arent Jónsson
Sylwia Zajkowska
Sigríður Ásta Olgeirsdótti
Greta Clough.

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Rúmgott herbergi, salur eða íþróttahús. Hljóðkerfi/hátalarar. Gott er að geta almyrkvað rýmið.