Hver er ég? Listasmiðjur

Hver er ég?

Tvær sviðslistakonur mæta inn í skólastofu bekkjar á unglingastigi og nota stofuna sem leiksvið og nemendur verða persónur í nýju gjörningaverki. Þær sækja innblástur í þjóðsagnaarf sem og sína eigin fortíð, þá sérstaklega minningar tengdar fjölskyldu og því að verða sjálfstæður einstaklingur. Listakonurnar mæta inn í rými unglinganna þar sem þau eru á heimavelli og freista þess að rannsaka rýmið saman og  umbreyta því í aðra veröld. Skólastofur sem og þjóðsögur er eitthvað sem allir þekkja og þykja oft á tíðum óspennandi og gamaldags. Gjörningurinn er tilraun til að gefa unglingunum færi á að sjá „hið gamla og staðnaða“ í nýju ljósi. Eftir sýninguna verða umræður þar sem rætt verður um tilurð sýningarinnar, hvernig innblástur er nýttur og hvernig er hægt að vinna á abstrakt hátt með hefðbundið efni. Verkefnið er hugsað fyrir 7.-10. bekk.

Snædís Lilja Ingadóttir dansari, leikkona og danshöfundur er útskrifuð með BA gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands og BA gráðu í leiklist frá Rose Bruford College.

Snædís hefur verið tilnefnd til grímunar sem dansari ársins þrisvar sinnum, fyrir hlutverk sitt í verkinu FARANGUR eftir Valgerði Rúnarsdóttur í samvinnu við ÍD 2014 , fyrir hlutverk sitt í verkinu Crecsendo eftir Katrínu Gunnaarsdóttir 2018, og fyrir hlutverk sitt í verkinu Verk nr. 1,5 eftir Steinunni Ketilsdóttir 2019. Snædís dansar í sóló verkinu Vera og vatnið eftir Tinnu Grétarsdóttur sem hlaut Grímuna sem Barnaverk ársins 2016.

Snædís hefur ferðast um heiminn með hin ýmsu verk, unnið hérlendis sem og erlendis. Hún hefur áður unnið verkefni fyrir List fyrir alla með bæði sýningar og vinnusmiðjur.

Þessa dagana er hún einnig að leika í Karíus og Baktus í Hörpu. Hún situr í stjórn Dansverkstæðisins. Hún kennir reglulega í Listahásskólanum.

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikari og söngvari útskrifuð með BA gráðu frá Copenhagen International School of Performing Arts. Hún stundaði einnig söngnám við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Vínarborg.

Sigríður hefur starfað við að kenna börnum, unglingum og fullorðnum bæði leiklist og söng og leikstýrt hinum ýmsu uppfærslum. T.a.m. var hún leikstjóri Söngleikjadeildar Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2019-2023 og  starfar sem leikstjóri og söngkennari við Söngskólann í Reykjavík.

Sigríður lék í sýningunni Heimferð í leikstjórn Gretu Claugh sem var Eyrarrósarsýning Listahátíðar í Reykjavík 2022.

Sigríður setti upp einleikinn Hulið í Tjarnarbíó í leikstjórn Halldóru Rósu Björnsdóttur vorið 2023. Verkið hlaut verðlaunin Nordic Baltic Network Award á Reykjavík Fringe Festival og mun ferðast um Skandinavíu og Balkan-löndin næsta vor.

Hver er ég

Hver er ég ?

Upplýsingar
Hvað

Skólastofusýning

Hvenær

Vorið 2024

Hvar

Vesturland

Hverjir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir

Aldurshópur

7. -10. Bekkur

Aðstaða og tækni

Efnisveita skólanna