Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.
Nemendur listkennsludeildar munu verða í Reykjanesbæ þann 2. og 3. maí og halda þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir unglinga í 9. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum, þar sem áhersla verður lögð á samruna listgreina.
Verkefnið kemur til með að mótast og þróast í samstarfi við listgreinakennara sem og aðra kennara í viðkomandi skólum og munu nemendur listkennsludeildar vinna í nánu samstarfi við þá.
Listalest LHÍ
2. og 3.maí
Reykjanesbær
Borko
María Heba og Jóní
9.bekkur