Rune Thorsteinsson Tónlist

Rune Thorsteinsson

Danski tónlistarmaðurinn Rune Thorsteinsson er fæddur í Færeyjum en Thorsteinsson eftirnafn hans er komið frá íslenskum afa hans sem kom einmitt frá Dalvík. Það var því ekki erfitt að fá Rune til að rýma til í þéttskiparði dagskrá sinni og sækja Norðurland heim.

Rune býr í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem tónskáld, flytjandi og kennari og semur nýja tónlist úr ólíkum stíltegundum og menningarheimum. Hann leggur mikla áherslu á samskipti við áhorfendur hvort sem er á tónleikum eða í gegnum tónlistarsmiðjur en hugmynd hans er að kynna börnum og fullorðnum fjölbreyttar og skapandi leiðir í tónlist. Á námskeiðinu verður unnið í gegnum tónlist með rytma, samhæfingu, ólíkum blæbrigðum, spuna og stjórnun. Áhersla er lögð á ferlið sjálft og þátttöku í tónlistarvinnunni og ef vel gengur verður hægt að flytja afrakstur vinnunnar í lokin. Á sama tíma og Rune er í Fjallabyggð fer fram ráðstefnan “Menningarlandið á Dalvík” um barnamenningu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rune kemur til með að vinna með ráðstefnugestum undir lok námskeiðsins á fimmtudegi 14. september en skóladagana 13.- 14, september fá nemendur Dalvíkur og Fjallabyggðar að klappa, stappa og músísera með Rune.

Rune hefur verið farsæll í starfi, fengið viðurkenningar og unnið til fjölda verðlauna. Sem dæmi fékk hann dönsku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í flokki heimstónlistar árið 2014 og 2015 fékk Rune heiðursverðlaun Carl Price tónskáldsins. Rune er einn þriggja í hljómsveitinni  Body Rhythm Factory, en áhrifarík dagskrá þeirra fyrir börn og ungmenni hlaut fyrstu verðlaun og  alþjóðlega viðurkenningu Young Music Audiences YAM-samtakanna árið 2013. Rune var fastráðinn kennari við rytmíska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 2009-2014.

List fyrir alla fagnar komu Rune og við hlökkum til samstarfsins í haust.

Upplýsingar
Hvað

Tónlistarsmiðja

Hvenær

13. - 14. september

Hvar

Dalvík - Fjallabyggð

Hverjir

Rune Thosteinsson

Aldurshópur

Miðstig

Aðstaða og tækni

Rými með parketgólfi.