Hefur þú séð sæskrímsli? Hvaðan koma þau og hvað vilja þau? Hvernig líta þau út og hvernig hreyfa þau sig?
Sirkuslistahópurinn Hringleikur stendur fyrir sæskrímslasmiðjum í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og List fyrir alla. Í smiðjunum munu börn á miðstigi vinna með hugmyndir fyrri tíma og okkar tíma um sæskrímsli, í samstarfi við listafólk og þjóðfræðinga. Börnin fá tækifæri til listrænnar úrvinnslu með eiginleika og útlit sæskrímsla m.a. úr þjóðsögum úr heimabyggð og byggð á eigin ímyndunarafli. Í smiðjunum munum við kafa í hugmyndir okkar um sæskrímsli og átta okkur betur á þeim.
Hringleikur vinnur að sýningunni Sæskrímslin sem er götuleikhússýningu af stærri gerðinni sem frumflutt verður á Listahátíð í Reykjavík 2024 – þar sem risavaxin sæskrímsli vakna til lífsins og ganga á land á hafnarsvæðum víðvegar um landið. Sæskrímslasmiðjurnar eru mikilvægur þáttur sköpunarferli sýningarinnar þar sem hugmyndir barnanna verða nýttar beint í útfærslu og listræna úrvinnslu á skrímslunum sem birtast munu í verkinu. Sýningin er unnin í samstarfi við Pilkington Props, Brian Pilkington, Hildi Knútsdóttur, Listahátíð í Reykjavík og MurMur Productions og mun ferðast um landið sumarið 2024.
Listasmiðja
Haust 2023
Norðuausturland og Vesturland
Hringleikur
3. - 6. bekkur
Skjávarpi og efnisveita skólanna