Vídeóvinda Myndlist

Vídeóvinda

Vídeóvinda er verkefni sem byggt er á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu. Verkið er gagnvirkt og tengist það forritun og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í stafrænni list.

Stuðst er við forrit að nafni Image-ine sem forritarinn Tom Demeyer bjó til í byrjun þessarar aldar í samstarfi við Steinu.

Sett verður upp gagnvirk innsetning þar sem skólahópar geta komið í heimsókn í Listasafn Íslands, fengið kynningu á verkinu og forritinu og upplifað sig eitt með verkinu.

Gagnvirknin vekur áhuga og sterka upplifun. Þá býður verkið einnig upp á marga möguleika í fræðslustarfi barna og munum við útbúa fræðslupakka þar sem kennarar og stofnanir á landsvísu geta hlaðið niður bæði forritinu sjálfu og einnig verkefni tengt því.  Þannig náum við að kynna gagnvirka list fyrir nemendum út um allt land.

Tilgangur verkefnisins er að bjóða börnum upp á skemmtilega og sömuleiðis óhefðbundna upplifun á listasafni. Við leitumst eftir því að fræða og kveikja áhuga barna á stafrænni list.

Tekið er á móti skólahópum samkvæmt samkomulagi.
Áhugasamir sendið fyrirspurn um heimsóknir á mennt@listasafn.is eða hringið í síma 5159614

Linkur sem sýnir vídeóverkið Warp:
http://www.fondation-langlois.org/html/e/page.php?NumPage=493

 

Upplýsingar
Hvað

Vídeóvinda

Hvenær

Haustönn 2018

Hvar

Reykjavík og nágrenni

Hverjir

Vasulka-stofa
Listasafn Íslands

Aldurshópur

5. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Rými, skjávarpi, fræðsluefni.

d