Sögur – verðlaunahátíð barnanna Listir

Sögur – verðlaunahátíð barnanna

Við erum umvafin Sögum, þær eru í tónlistinni sem við hlustum á, leiknar á leiksviðum landsins, til sýninga í kvikmyndahúsum og sjónvarpi og auðvitað í bókum sem við lesum og sögunum sem við segjum. Markmið Sagna er að lyfta verkum barna og sýna þeim hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra. Hefja upp íslenskuna sem skapandi tungumál og styrkja börn í að nýta tungumálið á fjölbreyttan hátt. Gefa svo börnum rödd til að velja það sem þeim finnst vel gert á sviði barnamenningar.

Sögur eru stórt samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Skorað er á krakka á aldrinum 6-12 ára að taka þátt og senda inn sögurnar sínar á því formi sem þau kjósa. Smásögur, lag og texti, stuttmyndahandrit eða leikrit. Höfundar þeirra sagna sem valdar eru taka þátt í skapandi smiðjum þar sem fagfólk leiðbeinir höfundum og hjálpar þeim að ná sem mestu úr sinni sögu.

Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn á þessu stóra samstarfsverkefni þar sem verk barnanna eru verðlaunuð og þau fá tækifæri á að verðlauna það menningarefni fyrir börn sem þeim finnst skara fram úr. Kosning fer fram á KrakkaRÚV vefnum.

Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og í leiðinni upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.

Hér má finna verðlaunahátíð Sagna sem haldin hefur verið ár hvert síðan 2019:

https://www.ruv.is/krakkaruv/renningur/sogur-verdlaunahatid

 

Upplýsingar
Hvað

Sögur - verðlaunahátíð barnanna

Hvenær

Á vorin ár hvert

Hvar

Allt landið

Hverjir

List fyrir alla
Barnamenningarhátíð
Bókmenntaborgin
Borgabókasafnið
RÚV
Borgarleikhúsið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Aldurshópur

1. - 7. bekkur

Aðstaða og tækni