Söguheimurinn NORD Listir

Söguheimurinn NORD

NORD er þátttökuverkefni þar sem ungmennum gefst tækifæri til upplifa, skapa, fikta, lesa og miðla hvort sem þau kjósa að gera það í einrúmi eða í samvinnu við aðra. Sköpunarheimur NORD verður opinn ungmennum á aldrinum 10-16 ára og boðið verður upp á leiðsagnir og vinnustofur fyrir hópa og bekki. Einng geta ungmenni komið í frítíma sínum og sinnt áhugamálum sínum, hvort sem er í samvinnu við aðra eða í einrúmi.

Útgangspunktur verkefnisins er að víkka út ramma hefðbundinna bókmennta, að miðla sögu í gegnum ólíka miðla og ná þannig til breiðari hóps en áður. Í sögunni um stúlkuna Nord nýtir höfundurinn sér sameiginlegan menningararf Norðurlandanna, norrænu goðafræðina. Tekist er á við stórar spurningar og alvarlegar áskoranir sem blasa við ungmennum í dag, s.s. loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra á lífríki jarðar og framtíð komandi kynslóða. Einnig tekst aðalpersónan á við sjálfa sig og gengur í gegnum krefjandi þroskaferli um leið og henni er ætlað að bjarga heiminum.

Söguheimurinn býður upp á ýmsa miðlunarmöguleika í leik og kennslu og ætlunin er að kennarar og frístundastarfsfólk geti nýtt aðstöðuna með fjölbreyttum hætti og tengt þvert á ólíkar námsgreinar, s.s. íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði, dönsku, forritun, myndlist, hönnun og lífsleikni.

Upplýsingar
Hvað

Listir

Hvenær

Vor 2020

Hvar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Hverjir

Borgarbókasafnið

Aldurshópur

6. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Gerðuberg

d