Stelpur filma Kvikmyndir

Stelpur filma

Stelpur filma! miðar að því að rétta af kynjahlutfallið í kvikmyndagerð og skapa stelpum öruggt umhverfi til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og láta rödd sína heyrast. Þetta er í fimmta sinn sem námskeiðið er haldið en það var haldið í fyrsta skipti í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi og hefur verið fastur liður síðan. Lögð er áhersla á umbyrðarlyndi og enginn dæmdur út frá frammistöðu, kynvitund, bakgrunni, uppruna, fjárhagslegri stöðu eða öðrum breytum.
Rúmlega 60 stelpur eru skráðar á námskeiðið í ár og meðal kennara eru Baltasar Kormákur, Valdís Óskarsdóttir og Margrét Jónasdóttir.

 

 

 

Upplýsingar
Hvað

Kvikmyndasmiðja

Hvenær

7.-9. september

Hvar

Norræna Húsið

Hverjir

RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Aldurshópur

8. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni