Steinsteypufrumskógurinn Kvikmyndir

Steinsteypufrumskógurinn

Steinsteypufrumskógurinn er tékknesk stuttmynd ætluð börnum frá fjögurra ára aldri. Þessi stutta teiknimynd kannar og fjallar um hið óendanlega ímyndunarafl barna og er í leikstjórn Mariu Ubánkovár


Vönduð barna- og unglingadagskrá RIFF er sett saman fyrir yngstu kynslóðina til að kynna fyrir þeim kvikmyndalistina og gefa þeim kost á að sjá bíómyndir alls staðar að úr heiminum.
Bæði er um að ræða kvikmyndir í fullri lengd svo og stuttmyndir sem hæfa hverjum aldursflokki fyrir sig.
Myndirnar eru ætlaðar börnum og unglingum frá 4 til 16 ára.
Í tilefni breyttra aðstæðna í samfélaginu býðst skólum um land allt flott stuttmyndaprógramm RIFF í samvinnu við List fyrir alla. Kennsluefni fylgir með fyrir kennarara tengt myndunum.
Sýningar verða einnig
í Norræna húsinu og þá talsettar af leikurum jafnóðum.

 

 

 

 

 

 

Upplýsingar
Hvað

Stuttmyndastund - Steinsteypufrumskógurinn

Hvenær

September 2020

Hvar

Norræna Húsið og skólar landsins

Hverjir

RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Aldurshópur

4 ára plús

Aðstaða og tækni