Vídeóvinda er verkefni sem byggt er á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu. Verkið er gagnvirkt og tengist það forritun og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í stafrænni list.
Stuðst er við forrit að nafni Image-ine sem forritarinn Tom Demeyer bjó til í byrjun þessarar aldar í samstarfi við Steinu.
Sett verður upp gagnvirk innsetning þar sem skólahópar geta komið í heimsókn í Listasafn Íslands, fengið kynningu á verkinu og forritinu og upplifað sig eitt með verkinu. Gagnvirknin vekur áhuga og sterka upplifun.
Frá mars 2019 verður Vídeóvinda sett upp á Listasafninu á Akureyri þar sem unnið verður með fræðslufulltrúum safnsins að ýmsum viðburðum í tengslum við verkið þannig að skólahópar njóti góðs af.
Tilgangur verkefnisins er að bjóða börnum upp á skemmtilega og sömuleiðis óhefðbundna upplifun á listasafni. Við leitumst eftir því að fræða og kveikja áhuga barna á stafrænni list.
Tekið er á móti skólahópum samkvæmt samkomulagi.
Áhugasamir sendið fyrirspurn um heimsóknir á palina@listak.is eða í síma 461 2610.
Linkur sem sýnir vídeóverkið Warp:
http://www.fondation-langlois.org/html/e/page.php?NumPage=493
Vídeóvinda
Haust 2019
Listasafn Akureyrar
Vasulka-stofa
Listasafn Íslands
5. - 10. bekkur
Rými, skjávarpi, fræðsluefni.