Heyrðu Villuhrafninn mig Tónlist

Heyrðu Villuhrafninn mig

Heyrðu Villuhrafninn mig er hljóðsaga um sögupersónuna Fíu frænku sem er á ferðalagi um Ísland. Hún lendir í miklu ævintýri með Dúdda, besta vini sínum. Dvergurinn Bokki, Villuhrafninn, Hrappur rappari og leiðindaskjóðan Bárðarbunga koma m.a. við sögu.

Tónleikhús með fullt af áhugaverðum og skemmtilegum hljóðum, íslenskum þulum og lögum. Boðskapur sögunnar er sá að allir eiga sína eigin rödd og allir hafa sitt að segja!

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin m.a. hrossakjálka, skyrdós og sandpappír. Tónleikhús með fullt af spennandi hljóðum, íslenskum þulum og lögum.

Heyrðu Villuhrafninn mig er  ætlað fyrir yngri bekki grunnskólans.

Hér má sjá brot úr tónleikunum og viðtal við listamennina.

https://player.vimeo.com/video/226555937

Upplýsingar
Hvað

Dúó Stemma - töfraveröld tóna og hljóða

Hvenær

24. - 28. febrúar 2020

Hvar

Suðurland

Hverjir

Herdís Anna Jónsdóttir víóla
Steef van Oosterhout slagverk

Aldurshópur

1. - 4. bekkur

Aðstaða og tækni

Tvö borð sem við leggjum öll hljóðfærin á. u.þ.b. 130 cm lengd x 80 cm breidd.